Washington, D.C.

Núna er ég stödd hérna í Washington, D.C. & það er ýmislegt skemmtilegt að skoða. Mig hefur alltaf langað til að koma
hingað & loksins gafst tækifæri til þess. Hérna er mikið mannlíf ásamt dásamlegum veitingastöðum & fallegum verslunum.
Við Unnar erum búin að rölta út um allt í fallegu haustlitunum að skoða H
víta húsið, Washington Monument & Georgetown
svo eitthvað sé nefnt. Í gær fórum við í stóra dýragarðinn sem er hérna en hann er virkilega flottur & kom skemmtilega á óvart.

w03

Í nóvember & desember ætla ég að vera með skemmtilega jólagjafaleiki hérna á blogginu.
Mig langar að taka 
smá forskot á sæluna & byrja strax í dag. Neðst í færslunni má finna nánari upplýsingar!

w2

Kápan & taskan sem ég klæðist á myndunum er úr Cortefiel á Íslandi.
Verslunin opnaði í Smáralind fyrir stuttu síðan en þar má finna 
falleg föt fyrir dömur & herra.

w1

Nýju Daniel Wellington úrin, Classic Black eru alveg yndislega falleg. Þau eru eins & nafnið gefur til kynna
alveg svört í staðinn fyrir að hafa hvíta skífu eins & eldri týpan. Ég hugsa að það verði ansi margir sem komi
til með að fá það í jólapakkann í ár. 
Úrin fást í Úr & Gull í Hafnarfirði.

w4

Í dag var ég að setja af stað glæsilegan gjafaleik inni á Facebooksíðu Alavis.is þar sem tveir lesendur fá sitthvorn vinninginn.

Fyrsti vinningurinn er 50.000kr gjafabréf í Cortefiel á Íslandi sem er tilvalið að nota fyrir jólin.

Hinn vinningurinn er Classic Black úr frá Daniel Wellington.

Hér er hægt að taka þátt í leiknum!

Ég dreg út tvo vinningshafa eftir helgi eða mánudaginn 24. október kl. 20.

Ég vona að helgin ykkar verði góð <3

Þessi færsla er kostuð
Share on FacebookTweet about this on TwitterPin on Pinterest

Uppskrift

Orkuboltar

orkuboltar01

Mig langaði að deila með ykkur orkuboltunum sem ég bý alltaf til reglulega & á inni í frysti.
Það er voða þægilegt að grípa í þá ef manni langar í eitthvað sætt en samt í hollari kanntinum.
Orkuboltarnir eru sérstaklega saðsamir & orkumiklir, ásamt því að vera bragðgóðir!

Hér er allt sem þarf:

1 bolli kasjúhnetur
1 bolli möndlur
1/2 bolli kókosolía
3 bollar döðlur
1 msk Hlynsýróp
1 tsk Kanill
Smá salt

orkub

Byrjið á því að setja kasjúhnetur & möndlur í matvinnsluvél í 5. mínútur eða þar til blandan
lítur út eins & deig. Bætið þá við kókosolíu & kveikið aftur í 30. sekúndur.

kasju

Þá ætti þetta að vera orðið silkimjúkt & fínt.

Setjið næst döðlurnar í matvinnsluvélina & leyfið henni að vinna þar til allt er orðið vel klístrað saman.

03

Hlynsýrópið, kanillinn & saltið fer saman við í lokin í 30. sekúndur & þá er allt komið 🙂

Setjið bökunarpappír ofan í frostþolið ílát sem hægt er að loka & mótið litlar kúlur.

sett-i-frysti01

Setjið í frysti í tvær klukkustundir & þá eru Orkuboltarnir tilbúnir!

Mér finnst best að geyma þá í frysti & taka fram einn & einn þegar mig langar í.

orkuboltar02

Ég vona að þetta smakkist vel 🙂

Þessi færsla er kostuð.
Share on FacebookTweet about this on TwitterPin on Pinterest

HOLLY & WHYTE

Nú í haust bætti Lindex við nýrri barnafatalínu sem ber nafnið Holly&Whyte. Línan sem er sérstaklega klassísk & elegant
er skemmtileg nýjung hjá Lindex. Navyblái liturinn heillaði mig mikið þegar ég skoðaði úrvalið um daginn en ég valdi þetta
dress ásamt úlpu & gallabuxum í sama lit. Línan er fáanleg fyrir þau allra minnstu í stærðum 62-86 sem & börn á aldrinum
2-14 ára í stærðum 92-170.

hw1

Smá svona “sailor look” þema!

mynd2

Pilsið er æði!

mynd4

Ísabella mín var sérstaklega ánægð með hárskrautið sitt & var í góðu skapi þegar ég myndaði hana í morgun.
Holly&Whyte línan er á frábæru verði eins & allt annað hjá Lindex.

hw

Ég vona að þið eigið góðan sunnudag 🙂

Þessi færsla er kostuð
Share on FacebookTweet about this on TwitterPin on Pinterest

Förðunarvörurnar mínar

Þegar ég lærði förðunarfræði á sínum tíma þá fékk ég brennandi áhuga á snyrtivörum. Eftir námið var ekki aftur snúið
& hef ég prófað flest öll snyrtivörumerki í gegnum tíðina. Eitt af þeim 
snyrtivörumerkjum sem stendur upp úr að mínu
mati er Inglot. Makeup-ið frá þeim er ekki bara mikil gæði heldur er það á frábæru verði.

Mig langar að sýna ykkur hluta af haustlínunni frá Inglot sem ég eignaðist um daginn. Varalitirnir eru úr nýju línunni
ásamt bronslitaða naglalakkinu! Ég valdi einnig 
fjólubláa & brúna tóna á augun, sem mér finnst alltaf koma vel út.

Ég hlakka mikið til að farða mig með vörunum fljótlega & sýna ykkur..

inglot1

Haust lookið mitt..

inglot3

Augnskuggarnir frá Inglot eru þeir allra bestu. Þeir eru ótrúlega pigmentaðir & endast lengi, lengi. Það skemmtilega við Inglot
er að þú velur hvaða augnskugga sem er & raðar í þína eigin pallettu. Palletturnar koma í mörgum stærðum & gerðum en ég
valdi þessa hér að neðan sem er fyrir sex augnskugga & einn kinnalit.

inglot2

Litirnir eru svo ótrúlega fallegir <3

inglot4

Í samstarfi við Inglot á Íslandi ætla ég að gefa heppnum lesanda förðunarvörur að eigin vali frá Inglot að andvirði 50.000kr !

Taktu þátt hér..

Þessi færsla er kostuð
Share on FacebookTweet about this on TwitterPin on Pinterest
Page 1 of 65123...1020...Last »