Góð heilsa

t04

Í dag langaði mig að tala um frábæru barnavítamínin frá Nature’s plus sem býður upp á fjölbreytt bætiefni fyrir börn.
Með Animal Parade línunni getur þú treyst því sem foreldri að barnið þitt er að fá það allra besta. Ekki skemmir fyrir
að allar töflurnar eru mótaðar sem dýr sem vekur lukku & eru þar að auki bragðgóðar tuggutöflur.

t002

Vítamínin eru að sjálfsögðu unnin úr hreinum, náttúrlegum næringarríkum blöndum, sérhönnuðum með þarfir barnsins í huga.

t3

Barnavítamínin fást í öllum apótekum & heilsuvörubúðum.

tn

tn10

Á morgun er Ísabella mín að byrja í fimleikum & þess vegna finnst mér ennþá mikilvægara að hún sé dugleg að borða hollan mat & taka vítamín!

t8barnavitamin1

Ég valdi D3-vítamín & Barnafjölvítamín.

mi01

Ég þarf heldur betur að hugsa um heilsuna líka þar sem ég er að byrja í einkaþjálfun í næstu viku!
Mig langar að byggja mig upp & þess vegna er ég að breyta mataræðinu til hins betra.

Svona leit t.d. morgunmaturinn minn út í morgun!

morgunmatur

Glúteinlaus hafragrautur með Hnetublöndu, Súper Omega Fræblöndu & Trönuberjum.

hraefni

Úr þessum hráefnum.

terranova

Ég hef verið að prófa verðlauna bætiefnið Life Drink frá Terranova í dágóðan tíma núna en þetta er fullkominn næringardrykkur
í byrjun dags eða bara þegar þér hentar. þetta er s.s. duft sem þú getur blandað í hvaða vökva sem er.

Lifedrink inniheldur:

➺ Bauna og hrísgrjónaprótein – nauðsynleg fyrir uppbyggingu og viðhald líkamans.
➺ 10 tegundir frostþurrkaðra jurta og grænmetis – með áhrifaríkum og öflugum innihaldsefnum.
➺ 10 tegundir berja – stútfull af andoxunarefnum og virkum jurtaefnum.
➺ Omega 3, 6 og 9 – lífsnauðsynlegar fitusýrur.
➺ Spirulinu og klórellu þörunga – breitt litróf vítamína, steinefna og amínósýra.
➺ Reishi og shiitake sveppi – lækningasveppir með mikla virkni.
➺ 5 tegundir góðgerla fyrir meltinguna – sérstaklega unnir og mjög virkir.
➺ 11 tegundir meltingarensíma – fyrir eðlilegt niðurbrot og nýtingu fæðu.
➺ Virkt hrísgrjónaklíð – hámarkar virkni og næringu.

Ég hef einnig verið að taka inn Omega 3 6 7 & 9 frá Terranova. Þessi olía er dásamleg fyrir húðina & alla líkamsstarfsemi.
Olían er unnin úr jurtaríkinu & án allra aukaefna, eins og allar vörur Terranova sem fást í apótekum & heilsuvörubúðum.

Share on FacebookTweet about this on TwitterPin on Pinterest

Fljótlegt & þægilegt

Þrátt fyrir að finnast gaman að elda & þá sérstaklega framandi rétti frá grunni þá koma alveg dagar þar sem ég nenni
bara ekki að elda! Þetta eru svona dagar þar sem mig langar bara að komast í langa sturtu & beint upp í sófa í kósý:)
Þegar ég er í svona gír finnst mér ótrúlega þægilegt að eiga til rétt frá Meal for One í frystinum til þess að hita upp.
Réttirnir fást í Iceland & kosta 398kr.

i008i005

Það eru til sjö mismunandi réttir frá Meal for One í verslunum Iceland. Þeir eru allir á sama verði!

i2i4

Sérstaklega fljótlegt & þægilegt 🙂

meal for one

Þessi færsla er kostuð
Share on FacebookTweet about this on TwitterPin on Pinterest

Barnadress

Ég veit ekkert skemmtilegra en að versla barnaföt. Ég followa nokkrar barnafataverslanir á Facebook & þar á meðal
Next. Þegar þetta albúm kom inn á síðuna þeirra í desember var alveg á hreinu að ég þyrfti að ná einum svona kjól
handa Ísabellu. Sem betur fer var hann til í hennar stærð & ef kjóllinn er ekki uppseldur nú þegar þá ætti hann að
vera kominn á útsölu hjá þeim núna en það er 40-60% afsláttur af öllum vörum! Við notuðum hann mikið úti á
Tenerife enda ótrúlega fallegur. Hann er úr mjúku satínefni & alveg nokkrum númerum of krúttlegur.

tenerife5

Ég hef ekki séð barnakjóla úr þessu efni fyrr & þess vegna er mjög skemmtilegt að eiga einn svona sparilegan:)

t06

Kjóllinn er svo fallegur í sniðinu <3

n1

Skórnir & sokkarnir eru einnig frá Next.

Þessi færsla er kostuð
Share on FacebookTweet about this on TwitterPin on Pinterest

Síðustu dagarnir á Tenerife

Þá erum við komin heim eftir frábæra ferð til Tenerife. Ég verð að viðurkenna að ég var komin með pínu heimþrá undir lokin:)
Það er alltaf svo gott að koma heim en hérna eru nokkrar myndir af síðustu dögunum okkar í sólinni..

santa-cruz

Við keyrðum í höfuðborgina einn daginn til þess að breyta til. Santa Cruz var allt öðruvísi en ég hélt!

mi1mtib1

Alltaf gaman með hjartagullinu mínu sem ég elska meira en allt í heiminum <3

tr1

Þegar við vorum að ganga meðfram ströndinni heyrðist svaka flottur trommusláttur. Það voru þessir strákar að dansa
& gera æfingar sem voru alveg á öðru leveli! 

fj12

Þetta var mjög flott hjá þeim 😀

solin01

Gott að setjast niður eftir langan dag & fá sér pizzu!

ib001

Ástin mín að njóta sín. Elska hana svo mikið!

ib05

Ég vona að þið eigið ljómandi fínt sunnudagskvöld..

Share on FacebookTweet about this on TwitterPin on Pinterest
Page 1 of 70123...1020...Last »