Inglot

Um helgina skellti ég mér í Inglot í Kringlunni & kíkti á allar nýjungarnar frá merkinu sem eru virkilega spennandi. Nýju kremuðu
augnskuggarnir eru alveg búnir að slá í gegn enda ótrúlega fallegir. Þeir eru sanseraðir & haldast á augnlokunum allan daginn sem
mér finnst skipta miklu máli. Möttu Liquid Lipstick eru einnig skemmtileg viðbót hjá Inglot en þeir koma í mörgum fallegum litum.

inglot01

Þessi æðislega Makeup taska var einnig að koma í Inglot en í henni er auðveldlega hægt að geyma allt Makeupið. Það eru mörg hólf
sem auðvelda manni að hafa allt í röð & reglu. Í næstu viku verður mikið um að vera hjá Inglot & þá ætla ég í samstarfi við þau að
gefa heppnum lesanda svona glæsilega tösku sem verður full af Makeupi.. Hversu spennandi!!:D

inglot02

Taskan er ótrúlega flott & Makeupið ennþá flottara!!

inglot05

Inglot er með gott litaúrval af naglalökkum!

inglot06

Ég er að elska þessa tösku!

inglot

Ég vona að vikan ykkar verði góð <3 Á morgun fer ég til Ítalíu & ég hlakka mikið til að sýna ykkur myndir þaðan.

Færslan er unnin í samstarfi við Inglot
Share on FacebookTweet about this on TwitterPin on Pinterest

Ingþór heldur á þér hita

Ég er algjör kuldaskræfa & þess vegna var must fyrir mig að fá Ingþór inn í mitt líf:) Ingþór er æðisleg dömuúlpa frá Cintamani
sem er sú allra hlýjasta sem ég hef prófað. Úlpan er einstaklega fallega hönnuð, aðsniðin í mittið & með fallegu skinni á hettunni
sem hægt er að taka af. 
Úlpan er fyllt með 80% hvítum andadúni & 20% fjöðrum. Hún kemur bæði í svörtu & ólífu grænu.

Mér finnst alveg nauðsynlegt að eiga eina svona góða úlpu þegar maður býr á Íslandi en þeir sem vilja næla sér í úlpuna með 40%
afslætti geta slegið inn afsláttarkóðann Alavis í netverslun Cintamani þegar gengið er frá pöntun.
Afsláttarkóðinn er virkur út þriðjudaginn 21. mars.

Færslan er unnin í samstarfi við Cintamani
Share on FacebookTweet about this on TwitterPin on Pinterest

Nýtt í svefnherbergið – Gjafaleikur

Ég lét loksins verða af því að flikka aðeins upp á svefnherbergið hérna heima. Það var alveg hrátt & frekar boring en ég var aldrei
búin að gera neitt fyrir það einhverra hluta vegna. Ég eignaðist loksins almennilegar dúnsængur en sæng er svo sannarlega ekki
bara sæng! Þær eru jafn misjafnar & þær eru margar. Ég fékk mér einnig náttborðin sem mig var búið að dreyma um lengi. 

l1

Dúnsængurnar & dúnkoddana fékk ég í Lín design en það sem skiptir mestu máli við val á dúnsængum er að sængin sé full af dúni, ekki fiðri.
Dúnn er léttasta en jafnframt hlýjasta náttúrulega efni sem völ er á. Góð dúnsæng á því að vera létt & hlý:) Fiður er oft notað sem fyllingarefni
á móti dúninum. Þar sem ekkert fiður er að finna í sængunum “stinga” þær ekki & eru dásamlega mjúkar. 
Dúnsængurnar eru fylltar með 100%
hvítum andadúni (1kg). Utan um sængina er 350 þráða Damask ofin bómull sem mýkist vel.

im01

Rúmfötin heita Frostrós & eru fyrir þá sem gera kröfur um mikil gæði og mýkt. Þau eru damask ofin & þess vegna sérstaklega vönduð.

sett

Náttborðin eru alveg ótrúlega flott með svona marmaraáferð eins & ég er svo hrifin af. Borðið tekur sig ekki síður út í stofunni sem hliðarborð!!
Ég fékk þau í Línunni í Bæjarlind en verslunin er einstaklega falleg & leggur áherslu á falleg húsgögn & fylgihluti fyrir heimilið þar sem skandinavískur stíll er hafður í fyrirrúmi.

ninight

Náttlamparnir eru skemmtilega öðruvísi & gefa fallega, rómantíska birtu. Lamparnir eru úr Pfaff í Skeifunni en það fylgja einnig með fætur
fyrir þá sem vilja.

nattl1

Pyropet kertin eru alltaf jafn falleg..

cat

nightnight

n1

Svarti stiginn undir tímaritin er einnig úr Línunni..

night

Ástin mín..

im02

Það er 40% afsláttur af dúnsængum & dúnkoddum hjá Lín design út morgundaginn!

l005

Í samstarfi við Lín design ætla ég að gefa tvær dúnsængur, tvo dúnkodda & rúmföt að eigin vali að andvirði 127.000kr.

Hér er hægt að taka þátt í leiknum

Share on FacebookTweet about this on TwitterPin on Pinterest

Hjartað mitt

Ég tók nokkrar myndir af Ísabellu minni í dag í nýja kjólnum sínum frá Polarn O.Pyret. Hún var ótrúlega sátt með lífið & tilveruna
eins & sést á myndunum. Þessi litla dama verður 3. ára í næsta mánuði & bíður spennt eftir afmælinu sínu. Ísabella elskar að fá ný
föt & ég er ekki frá því að henni finnist það skemmtilegra en að fá nýtt dót! Hún vil helst setja saman sitt eigið dress en þau eru ansi
skrautleg oft á tíðum. Ég verð að taka mynd af því næst! Þegar hún byrjar tekur hún ALLT upp úr ÖLLUM skúffum & leggur á gólfið.
Þá vil hún fá tónlist & heldur svo tískusýningu. Hvaðan ætli hún hafi þennan áhuga á fötum?!! Hmm..

pp001

pp004

Polarn O.Pyret er sænskt vörumerki sem framleiðir fyrsta flokks barnaföt, þekkt fyrir gæði & góða hönnun.

ih05

Fötin frá merkinu eru úr lífrænum efnum & þola mikla notkun.

ih002

Færslan er unnin í samstarfi við Polarn O.Pyret
Share on FacebookTweet about this on TwitterPin on Pinterest
Page 1 of 73123...1020...Last »