Skartaðu þínu fegursta

Eitt það skemmtilegasta við desember & þennan árstíma eru öll tilefnin til þess að dressa sig upp fyrir jólaboðin! Hvort sem það er
veisla í heimahúsi, jólahlaðborð eða nýárspartý þá eru svo sannarlega mörg tækifæri til þess að fara í sparifötin. Ég hef alltaf verið
mikið fyrir skartgripi & mér finnst þeir setja punktinn yfir i-ið í hvert skipti!! Fyrir stuttu síðan byrjaði verslunin Jón & Óskar að selja
Swarovski skartgripalínuna í verslunum sínum í Kringlunni, Smáralind & á Laugavegi. Ég 
hef margoft skoðað Swarovski skartgripina
í búðargluggum erlendis með stjörnur í augunum & loksins er merkið komið hingað til Íslands.

s09

Mig langaði að sýna ykkur jólaskartið mitt frá Swarovski sem er alveg ótrúlega fallegt & sparilegt. Núna þegar skartið er komið
vantar mig bara fallegan jólakjól við en ég hef ennþá 2 vikur til þess að finna hann:) Ég heillaðist strax að hálsmeninu vegna þess
að það stirnir svo fallega á það! 

s01

Það er gaman að segja frá því að Swarovski er með verslanir í hvorki meira né minna en 170 löndum!

s05

Armbandið & eyrnalokkarnir eru í stíl við hálsmenið & þetta kemur sérstaklega vel út allt saman!

s011

Ég held að allar konur væru hoppandi kátar með jólagjöf frá Swarovski & þess vegna langar mig að gefa einum lesanda
25.000kr inneign fyrir Swarovski vörum hjá Jóni & Óskari. Ég dreg út vinningshafa um helgina eða á laugardaginn kl. 20.

Hér er hægt að taka þátt í leiknum

sw12

Þessi færsla er kostuð
Share on FacebookTweet about this on TwitterPin on Pinterest

Jólamyndataka

Ég útbjó lítið stúdíó hérna heima um daginn & tók nokkrar jólamyndir af Ísabellu. Ég notaði gjafapappír sem bakgrunn
& skreytti svo með jólakúlum, gervisnjó & perlufestum sem Ísabella togaði reyndar niður & notaði til þess að skreyta sig.
Hún var mjög sátt með allt þetta skraut & sérstaklega gervisnjóinn.

jolin

Jólakjóllinn hennar Ísabellu er úr fallegu jólalínunni frá iglo+indi. Hann heitir Jaquard dress & það er hægt að panta hann hér!
Við eigum pottþétt eftir að nota kjólinn mikið úti á Tenerife um jólin en við förum eftir nákvæmlega 20 daga! Ég get ekki beðið:)

jolin2

Ég vona að þið eigið góða helgi..

Þessi færsla er kostuð
Share on FacebookTweet about this on TwitterPin on Pinterest

Dekur fyrir augnsvæðið

g1

Ég er svo spennt fyrir gjöfunum sem ég ætla að gefa í dag en í þetta skiptið ætla ég að gleðja 18 lesendur í samstarfi
við Guinot á Íslandi. Guinot er háþróað, franskt snyrtivörumerki sem hefur notið vinsælda 
um allan heim frá því ég
byrjaði að nota snyrtivörur & reyndar töluvert mikið lengur. Guinot vörurnar eru þekktar fyrir að vera sérstaklega
árangursríkar en þær eru seldar á 
fjölmörgum snyrtistofum um land allt. Einnig er boðið upp á andlitsmeðferðir af
ýmsu tagi þar sem Guinot vörurnar eru notaðar. Í samstarfi við margar af bestu snyrtistofum landsins ætla ég að gefa
15 Eye Logic augnmeðferðir sem er slakandi sérmeðferð fyrir augun í þremur þrepum. 
Nr. 1 Jónun – eykur úrgangs-
efnalosun, hindrar þrota, dregur úr dökkum baugum & styrkir húðina. 
Nr. 2 Nudd – með augnsérumi sem stinnir & lyftir.
Nr. 3 Augnmaski – frumuendurnýjandi & lyftandi. Ég ætla einnig að gefa 3 gjafakassa með Guinot snyrtivörum.
Þannig í pottinum eru samtals 18 vinningar!

pakkigui

Í gjafakassanum er:

Hydra Finish – Litað dagkrem með tvíþætta virkni sem gefur húðinni kröftugan raka & fallega áferð.

Hydra Démaquillant Yeux – Rakagel sem fjarlægir augnfarða á svipstundu á auðveldan & mildan hátt en sefar & róar augnsvæðið um leið.

Eye Fresh Créme – Frískandi augnkrem sem kemur í veg fyrir þrota & dökka bauga í kringum augun.

Masque Yeux – Hrukkueyðandi maski sem minnkar baugamyndun, sléttir broshrukkur & hefur vatnslosandi áhrif á þrútin augnlok.

ma

Hér er listi yfir þær snyrtistofur sem gefa gjafabréf:

Snyrtistofan Ágústa
Snyrtistofan Gyðjan
Snyrtistofan Hrund
Þema snyrtistofa
Snyrtistofan Ársól
Snyrtistofan Garðatorgi
GK snyrtistofan
Snyrtistofan Guinot-MC
Snyrtistofan Lipurtá
Dekurstofan – Gefur 2 gjafabréf
Abaco Heilsulind
Snyrtistofa Ólafar
Snyrtistofan Lind
Snyrtistofa Marínu

guinot

Ég hef verið að nota augnkremið & augnmaskann í nokkrar vikur núna & það er greinilega sjáanlegur árangur!
Augnkremið er í sérstaklega þægilegum umbúðum eins & sést á myndinni hér að ofan.

ibma

Mig langar svo sannarlega að gleðja eins marga lesendur & hægt er en ég dreg út 18 vinningshafa næstkomandi fimmtudag 1. desember.

Hér er hægt að taka þátt í leiknum

Sölustaðir Guinot á höfuðborgarsvæðinu eru:

Snyrtistofan Gyðjan, Snyrtistofan Hrund, Snyrtistofan Ágústa, Snyrtistofan Garðatorgi, Dekurstofan, Snyrtistofan Ársól,
Guinot-MC snyrtistofan, GK snyrtistofan, Snyrtistúdió Önnu Maríu, Þema snyrtistofa, Snyrtistofan Lipurtá, Snyrtistofa Marínu.

Sölustaðir Guinot á landsbyggðinni eru:

Snyrtistofan Lind – Sunnuhlíð 12 Akureyri, Abaco Heilsulind – Hrísalundi 1 Akureyri, Snyrtistofan Sif – Kvistahlíð 2 Sauðárkróki,
Snyrtistofa Ólafar – Austurvegi 9 Selfossi.

Þessi færsla er kostuð
Share on FacebookTweet about this on TwitterPin on Pinterest

Uppáhalds buxurnar

Það er svo fallegt úti þessa dagana eftir að snjórinn kom. Ég get ekki beðið eftir að skíðasvæðin opni svo ég geti kennt
Ísabellu betur á skíði. Mér finnst fátt skemmtilegra en að fara á skíði & sem betur fer elskar hún það líka. Ég vil hafa mikin
snjó í nóvember & desember en þar sem það er ekki mikill snjór núna þá treysti ég á að hann komi af alvöru í desember. Ég
las það í fréttunum í morgun að Bláfjöll eru til­bú­in ef snjó­ar meira & núna er bara að bíða róleg! Ef snjórinn lætur ekki sjá
sig hérna fyrir sunnan þá förum við bara austur í Oddskarð eða norður í Hlíðarfjall. Það er nú aldeilis ekki síðra!

f3

Í dag langaði mig að tala um uppáhalds buxurnar mínar sem eru bæði mjúkar & þægilegar. Ég er auðvitað að tala um Freddy!
Eins & ég hef talað um áður þá móta þær rassinn sérstaklega vel ásamt því að vera fallegar í sniðinu.

f9

Ég á nokkrar týpur frá Freddy en ég var að fá mér þessar svörtu gallabuxur frá þeim sem eru virkilega fallegar & passa við allt!

f1

Í samstarfi við Freddy ætla ég að gefa 3 dömum buxur að eigin vali. Úrvalið má skoða hér: http://freddyshop.is/

f4

Farðu inn á Facebooksíðu Alavis.is til þess að taka þátt í leiknum! Ég dreg út 3 vinningshafa á föstudaginn næstkomandi.

f02

Þessi færsla er kostuð
Share on FacebookTweet about this on TwitterPin on Pinterest
Page 1 of 68123...1020...Last »