3 ára afmæli

Elsku Ísabella mín er orðin 3. ára <3  Ég elska hana af öllu hjarta & gleymi því aldrei þegar ég fékk hana í fangið í fyrsta skipti
& hjartað mitt fylltist af ást & gleði. Á sunnudaginn héldum við veislu handa afmælisbarninu & dagurinn var frábær í alla staði.

af3_09

Afmælisborðið leit svona út..

afm_01

Hjartagullið mitt var ótrúlega ánægð með daginn & finnst frekar merkilegt að vera þriggja en ekki tveggja:)

Blómakransinn á höfðinu á Ísabellu er frá Reykjavíkurblómum. Hann er úr lifandi blómum & ilmaði sérstaklega vel.

Sérmerktu servíetturnar eru frá Reykjavík letterpress & eru bæði persónulegar & fallegar.

afmaeliskakan

Ég var svo ánægð með afmælistertuna frá Sætum syndum en hún bragðaðist einstaklega vel.
Ég valdi vanillubotna með smjörkremi! Ummm svo gott!

Kökurnar frá þeim eru algjör listaverk en þær eru líka himneskar á bragðið & henta við öll tækifæri & gleðistundir.
Hvort sem það er barnaafmæli, ferming, gifting eða bara tækifærisgjöf þá eiga kökurnar frá Sætum Syndum alltaf við.

makkaronur

Makkarónurnar eru einnig frá Sætum syndum & voru þær allra ljúffengustu sem ég hef smakkað.
Þær voru mjög bragðmiklar en makkarónur eru mjög misjafnar. Það verður erfitt að toppa þessar!

makkaronur01

Makkarónuturn!

prinsessuterta

Ísabella vildi hafa prinsessuköku í afmælinu & hún var næstum því of falleg til þess að borða hana! Hún er einnig frá Sætum syndum..

bollakokur

Bollakökurnar fékk ég í Tertugallerí en þær voru svo ótrúlega fallegar á litinn. Þessar vöktu mikla lukku hjá börnunum..

Bleiku hjörtun sem eru ofan á bollakökunum eru úr nýrri verslun sem heitir Pippa & selur stórskemmtilegar & fallegar vörur
fyrir selskap af hverju tagi.

eg og camilla01

Camilla vinkona mín hjálpaði mér þvílíkt mikið við að undirbúa afmælið. Við vorum til dæmis heila kvöldstund að föndra tölustaf úr blómum.
Það var bara fjör!:) Elsku Camilla mín.. þú ert sú allra besta <3

eg og camilla 01

Vinkonur & vinkonur!

3

Tölustafurinn 3 sem við Camilla föndruðum úr blómum!

nammi

Allt nammið í skálunum er úr matvöruversluninni Iceland. Þeir eru með mjög gott úrval á nammibarnum sínum en það er 50% afsláttur
á nammibarnum alla föstudaga, laugardaga & sunnudaga!

mamma

Ömmustelpa..

unnar og isabella

Pabbaknús..

barnabord

Barnaborðið..

barnabord1

Frozen þema..

afm3_01

Bleiku & hvítu rörin eru úr versluninni Pippa.

afm3_005afm3_03

Frozen barnatertan er frá Tertugallerí.

af3_02frozenbodskortid

Boðskortið í afmælið leit svona út. Hún Íris Erna hjá Krumma hannaði það fyrir mig eins & síðustu ár. Hún er ótrúlega klár!

Litlaprent prentaði út kortin en gæðin á prentuninni þar eru svakalega góð! Ég mæli mjög mikið með þessari
prentsmiðju fyrir barnaafmæli, fermingu, giftingu eða hvað sem er!

fanalengja

Fánalengjan með nafninu hennar Ísabellu er frá Reykjavík letterpress. Mér finnst allt svona persónulegt svo fallegt!

afm3_04mini borgarar

Miniborgaraveislu­bakkarnir frá American style eru bragð­góð til­breyting á veislu­borðið. Þessir hamborgarar voru svakalega djúsí.
Það eru fimmtán krúttlegir borgarar á hverjum bakka & ég gerði ráð fyrir 3 borgurum á mann. Verðið á hverjum bakka er 3.995kr.

krakkar

Afmælispartý stemmning!

krakkar1mintu is

Ég var með svona súkkulaðihúðaðan myntuís á boðstólnum en þetta er svona eins & After Eight á bragðið.
Ísinn er úr Iceland & er einn af veislubökkunum frá þeim.
Veislubakkarnir eru ódýr kostur í veislur & virkilega bragðgóðir.

Ég mæli með að tékka á því en það er alveg sér frystikista í versluninni fyrir veisluréttina:)

Ég ætla ekki að hafa þetta lengra að sinni. Ég vona að þið eigið góða viku framundan.

Færslan inniheldur spons
Share on FacebookTweet about this on TwitterPin on Pinterest

Páskamarengs

Apríl er einn af uppáhalds mánuðunum mínum af mörgum ástæðum. Aðal ástæðan er auðvitað sú að Ísabella mín á afmæli í þessum mánuði
& þá er líka svo stutt í bestu mánuði ársins maí, júní, júlí & ágúst. Þar sem páskarnir lenda akkurat á afmælisdeginum hennar Ísabellu í ár
& margir út úr bænum, þá ætlum við að halda afmælisveislu fyrir hana þann 23. apríl. Ég veit ekki hvor er spenntari fyrir því ég eða hún!
Mér finnst ótrúlega gaman að halda afmælisveislur. Vildi óska að ég gæti gert það oftar:)

paskamarengs01

Ég bakaði eina Páskamarengstertu til þess að gæða sér á yfir páskana. Það er svo einfalt að búa til margens & aðeins þrjú hráefni fyrir botnana. Stundum hef ég gert karamellusósu til þess að hella yfir en núna ákvað ég að breyta til & setja súkkulaði páskaegg.

paskamarengs04

Hérna er allt sem þarf fyrir botnana:

6 stk eggjahvítur
400 g púðursykur
1 tsk lyftiduft

hraefni001

Aðferð:

Hitið ofninn í 150°C (blástur) & setjið smjörpappír á tvær kringlóttar bökunarplötur.
Stífþeytið eggjahvítur þar til þær verða eins & á myndinni hér að neðan. Tekur sirka 5 mínútur.

eggjahvitur01

Bætið púðursykrinum saman við hægt & rólega. Ein msk í einu & þeytið á milli. Í lokin er lyftiduftið sett saman við & hrært örlítið meira.

eggjahvitur og pudursykur01

Setjið marengsinn á bökunarplöturnar & gerið tvo jafnstóra hringi.

botnar01

Bakið marengsinn í 1 klst & látið kólna alveg áður en þeyttur rjómi er settur á milli & ofan á.

milli og ofan a 01

Hér er það sem ég notaði á milli botnanna & ofan á.
Rjómi, Mini eggs frá Cadbury & 70% súkkulaði.

paskamarengs03

Hérna er uppskrift að Karamellusósu fyrir þá sem vilja hella henni yfir:

100 g sykur, 100 g smjör, 1 dl rjómi. Setjið allt í lítinn pott & sjóðið saman í u.þ.b. 5 mínútur á miðlungs hita.
Hrærið stöðugt í allan tímann á meðan karamellusósan þykknar.

paskamarengs02

Ég vona að þetta smakkist vel & gleðilega páska:)

Færslan er unnin í samstarfi við Gott í matinn
Share on FacebookTweet about this on TwitterPin on Pinterest

Uppskrift

Ítalskar hakkbollur

hakkbollur2

Ég held ég sé ennþá undir ítölskum áhrifum þó ég sé löngu komin heim til Íslands. Allavega er ég búin að klára óvenju marga parmesan
osta í matargerðina á stuttum tíma! Í gær bjó ég til þessar ítölsku hakkbollur en þær voru sérstaklega ljúffengar. Ég ákvað því að deila
uppskriftinni með ykkur.

Hérna er allt sem þarf:

1 bakki Nautahakk
1 poki Mozzarella ostur
1 pakki Ritz kex
1 Sítróna
2 Laukar
4 Hvítlauksrif
Pastasósa

Krydd:

Ítalskt panini krydd & Best á allt.

Meðlæti:

Nóg af Parmesan osti, salat & pastasósa fyrir þá sem vilja.

hraefni

Aðferð:

Setjið nautahakkið í stóra skál & kryddið vel. Kreistið safann úr einni sítrónu yfir hakkið. Skerið laukinn og hvítlaukinn frekar smátt
og bætið út í skálina. Brjótið Ritz kexið niður í mylsnu og setjið saman við ásamt einum poka af Mozzarella osti.

hakkbollur4

Hnoðið öllu vel saman og mótið litlar bollur. Steikið á miðlungs hita þar til þær eru farnar að brúnast vel. Ítölsku sósunni má hella yfir
bollurnar rétt í lokin eða hafa hana til hliðar. 
Berið fram með nóg af rifnum parmesan osti og góðu salati.

Hakkbollurnar eru ekki síðri daginn eftir. Þá er hægt að sjóða pasta & hafa með þeim. Einnig er lítið mál að frysta þær & taka út þegar hentar.

Ég vona að þetta bragðist vel:)

Færslan er unnin í samstarfi við Gott í matinn
Share on FacebookTweet about this on TwitterPin on Pinterest

7 venjur

Í dag langaði mig að segja ykkur frá námskeiði sem ég fór á fyrir stuttu síðan & heitir 7 venjur til árangurs. 7 venjur til árangurs er sannreynd
nálgun til persónulegrar forystu sem byggir á mest seldu bók allra tíma um stjórnun eftir Stephen R. Covey. 
Hvort sem námskeiðið hentar manni
persónulega eða við störf & leik þá er það virkilega gagnlegt en ég get með sanni sagt að það sem ég lærði á námskeiðinu mun nýtast mér út ævina!
Innifalið á námskeiðinu var: Eins dags vinnustofa, vönduð íslensk námskeiðsgögn, 360° mat, APP og íslenska metsölubókin 7 venjur til árangurs ofl.

7 venjur 05

Markmið vinnustofunnar var eftirfarandi:

➺ Persónuleg forysta og starfsþróun – kynntar voru aðferðir til að efla frumkvæði, skipuleggja sig, vinna að markmiðum og stefnu og virkja
liðsheildina til árangurs.
➺ Leiðtogaþróun — 7 venjur til árangurs efla hæfileika verðandi og vaxandi leiðtoga með því að skerpa framtíðarsýn, forgangsraða verkefnum,
skilja betur eigin hlutverk og ná fram samlegðaráhrifum hópsins.
➺ Efla hæfni í að takast á við breytingar — Það hefur sýnt sig að nálgun Covey á mjög vel við þar sem tekist er á við erfiðar eða umfangsmiklar breytingar og þar sem byggja á á traustum grunni gilda og framtíðarsýnar.
➺ Liðsheild – sérstaklega er unnið með hæfileika stjórnenda til að leiða aðra til árangurs. Meðal annars að innleiða „win-win“ hugarfar í samskiptum / samningum / viðskiptum, kenna leiðir til skilningsríkar hlustunar og endurgjafar og að virða ólík sjónarhorn og nýta viðtalstækni til árangurs.

7 venjur 004

Leiðbeinandinn á námskeiðinu sem ég fór á var Elín María Björnsdóttir. Hún er ótrúlega klár í alla staði & algjör ofurkona! Hún veitir mikin innblástur & er sérstaklega sannfærandi auk þess að koma efninu frá sér á skemmtilegan & hnitmiðaðan hátt.

7 venjur 037 venjur 06

Ég mæli svo sannarlega með að einstaklingar & fyrirtæki fylgist með næstu námskeiðum hjá FranklinCovey. Það er hverrar krónu virði:)

Hér er hægt að fylgja FranklinCovey á Facebook

Færslan er unnin í samstarfi við FranklinCovey
Share on FacebookTweet about this on TwitterPin on Pinterest
Page 1 of 75123...1020...Last »