Breytingar í barnaherberginu

Ég var að dunda mér við að breyta einum vegg í barnaherberginu & langaði að sýna ykkur útkomuna. Persónulega fatahengið
er frá Perla design en ég er ótrúlega ánægð með það. Mér finnst koma vel út að nota það sem skraut inn í herbergið en það er
einnig hægt að nota það undir hálsmen eða verðlaunapeninga. Það er hægt að fá hengin í öllum regnbogans litum.

barnah2

Kanínan í húsahillunni er borðlampi með ljósi en mér fannst hún koma vel út í húsinu! Kanínan fæst í Litlu Hönnunar Búðinni
ásamt bleika, fallega lampanum á myndinni hér að neðan. Litla Hönnunar Búðin selur mikið af fallegum vörum fyrir heimilið,
ásamt yndislegum vörum í barnaherbergið. Hér er hægt að skoða allar barnavörurnar hjá þeim en mig langar eiginlega í
allt á síðunni, enda hvert öðru fallegra!

barnah

Draumafangarinn er frá Draumasmiðjunni & er ótrúlega fallegur. Mig er búið að langa í hann lengi, lengi.
Hann er hannaður út frá hugmyndafræði Ojibwe ættbálksins sem samanstendur af innfæddum ameríkönum.
Tilgangurinn er að vernda börn gegn vondum draumum & hefur vafningurinn inni í hringnum það hlutverk
að grípa vondu draumana & hleypa eingöngu þeim góðu í gegn. Þegar sólin rís hverfa vondu draumarnir
úr vafningnum. Draumafangarinn er nútímaútgáfa sem hentar einstaklega vel inn í barnaherbergið.

barnaherbergi6-17-18-24barnaherbergi5-17-18-24

Kimmidoll hafa alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér. Þær eru einstaklega falleg hönnun & vandað skraut í barnaherbergið.
Þær heita allar japönskum nöfnum sem mér finnst vera einstaklega skemmtilegt & sjarmerandi. Hverri & einni fylgir jákvæður
& uppbyggilegur texti sem ætlaður er að óska nýjum eiganda velfarnaðar & breiða út góðan boðskap. Kimmidoll eru allar
litríkar & gleðja svo sannarlega augað.

kimmidoll1

Það eru einnig til fleiri dásamlegar vörur frá Kimmidoll, s.s. lyklakippur, dagbækur, pennar, pennaveski, töskur & margt fleira.
Verslunin er staðsett í Ármúla 38.

kimmidollimg_3609

Ísabella elskar allt frá Kimmidoll <3

img_3578img_3635img_3625

Taskan er ofur krúttleg 🙂

img_3594

Þar sem Ísabella er algjör bókaormur þá langaði mig að hafa allar bækurnar hennar sýnilegar en áður voru þær ofan í skúffum.

barnah1

Bækurnar frá Unga ástin mín bókafélagi eru í miklu uppáhaldi hjá okkur mæðgum. Í þeim eru fallegar & litríkar
ljósmyndir sem hvetja barnið til að leita að, benda á og telja ýmislegt úr umhverfi þess. Bækurnar eru skemmtilegar
& þroskandi ásamt því að auka orðaforða barnsins.

barnaherbergi12

Mjá, mjá! inniheldur mjúka snertifleti & hljómfagrar vísur sem efla málþroska barnsins & örva snertiskynið.

barnaherbergi10

Knús bókin er einstaklega falleg!

barnaherbergi15

Ástin mín er dásamleg bók sem heillar börnin með hugljúfum vísum!

barnaherbergi9

Þessi færsla er kostuð
Share on FacebookTweet about this on TwitterPin on Pinterest

Uppskrift

Hollustu kaka með kasjúhnetum, möndlum & jarðarberjum

Þessi kaka er ótrúlega einföld & þar sem ég er í heilsuátaki þá ákvað ég að skella í eina bráðholla köku.
Hráefnin í kökunni eru stútfull af næringarefnum & aðal uppistaðan í kökunni eru kasjúhnetur & möndlur.
Believe it or not en þessi kaka er ekki síðri en sykraðar kökur & klárlega betri fyrir samviskuna! 

Uppskriftina má finna hér að neðan.

holl-kaka

Hér er allt sem þarf..

holl-kaka-hraefnin

Botn:

2 bollar Kasjúhnetur (lagðar í bleyti í klukkustund)
1 bolli Möndlur (lagðar í bleyti í klukkustund)
1 bolli Pekanhnetur
1 tsk Maca powder
1 bolli Kókosmjöl
1 bolli Döðlur
Smá Himalayan- eða Sjávarsalt

Öll hráefnin eru sett í matvinnsluvél og þrýst niður í botninn á forminu. Setjið í frysti á meðan kremið er útbúið.

holl-kaka-botninn

Krem:

1/2 bolli lífrænt Hnetusmjör
1/2 bolli lífrænt Möndlusmjör
2 msk kaldpressuð Kókosolía
4 msk Hunang

Bræðið hráefnin yfir vatnsbaði og smyrjið yfir botninn. setjið aftur inn í frysti í sirka 30. mínútur til viðbótar.

holl-kaka-8holl-kaka-3holl-kaka-2

Toppur:

Fersk Jarðarber
70% súkkulaði

Skerið jarðarberin í tvennt og dreifið yfir kökuna. Bræðið því næst 70% súkkulaði yfir vatnsbaði og hellið yfir jarðarberin.

holl-kaka-7

Voila!!

holl-kaka-4holl-kaka-5

Fallegi aðstoðarbakarinn minn <3

isabella-bakar

Hún elskar að vera með & hjálpa til í eldhúsinu.

isabella-bakar-1

Ég vona að kakan smakkist vel.

holl-kaka-1holl-kaka-6

Þessi færsla er kostuð
Share on FacebookTweet about this on TwitterPin on Pinterest

Falleg hönnun

iglo-indi

Í dag langaði mig að sýna ykkur nýtt dress sem ég verslaði á Ísabellu um daginn. Þessi beige litur er ótrúlega fallegur við brúna eða
svarta skó, en eins & ég hef talað um áður eru barnafötin frá iglo + indi í miklu uppáhaldi hjá okkur mæðgum. Það sem heillar mig
mest við merkið eru sniðin á fötunum, ásamt fallegum mynstrum. Mjúku, lífrænu bómullarefnin setja svo punktinn yfir i-ið.

iglo-indi04

Stóra Jellycat kanínan er einnig frá iglo + indi.

iglo-indi7

Fallegust í öllum heiminum <3

iglo-indi6

Elska hana svo mikið <3

iglo-indi2iglo-indi10

Ísabella skírði kanínuna Justin Bieber! Hún sagði mér um daginn að hún elski hann! Hún vill bara hlusta á lögin hans & uppáhalds
lagið hennar er Sorry! Guð hjálpi mér þegar hún verður aðeins eldri víst hún er byrjuð nú þegar. Smekkurinn er þó allavega góður 
😉

iglo-indi8iglo1iglo-indi9

Þessi færsla er í boði iglo + indi
Share on FacebookTweet about this on TwitterPin on Pinterest

Casual föt fyrir haustið

Í dag opnaði Springfield nýja & glæsilega verslun á 2. hæð í Smáralind. Ég kom við & fékk mér nokkur dress
hjá þeim fyrir haustið. Hérna er eitt af þeim sem ég valdi en camel liturinn heillar mig mikið þessa dagana!

springfield1

Taskan er úr ekta rússkini en hún er akkurat passleg fyrir fartölvu, snyrtitösku & þetta helsta!

taska-og-peysa

Mig langar mikið í camel litaðan rússkinsjakka við þetta dress. Ég er viss um að það kæmi vel út með gallaefninu!
Getið þið séð það fyrir ykkur? Jafnvel hattur ;
)

springfield3

Skórnir í Springfield eru virkilega flottir & fullkomnir í haust! Ég mæli með að þið komið við í versluninni í Smáralind. Fötin eru á frábæru verði!

skor

Peysa 4.895kr, Skór 11.795kr, Taska 7.895kr, Gallabuxur 4.895kr

Þessi færsla er í boði Springfield á Íslandi
Share on FacebookTweet about this on TwitterPin on Pinterest
Page 1 of 64123...1020...Last »