Út að hjóla

hv1

Í byrjun vikunnar eignuðumst við þennan flotta hjólavagn en hann er búinn að vera í notkun á hverjum degi síðan.
Ég var alltaf að bíða eftir því að Ísabella yrði nógu stór til þess að geta verið í hjólavagni en hingað til hef ég verið
með hana í stól aftan á hjólinu mínu. Þetta er svo miklu þægilegra að mörgu leyti. Til dæmis fer alltaf vel um hana
í vagninum. Hann veitir algjört skjól og dempararnir eru sérstaklega góðir. THULE CHARIOT CROSS 1 vagninn
er einn sá besti á markaðnum en hann er mjög öruggur með 5 punkta belti og stillanlegu sæti.

hjv03

Ísabella er þvílíkt sátt með hjólavagninn en hann er svo þægilegur að hún sofnar stundum í honum. Það er einnig til mjög sniðugur
aukabúnaður fyrir hjólavagninn sem breytir honum í skíða- eða hlaupavagn! Ég er viss um að við eigum eftir að nota það mikið líka.
Vagninn er svo sannarlega með marga notkunarmöguleika og frábær í alla útiveru.

hjv2

Hjólavagninn er auðveldur í notkun. Hann er léttur og ég finn nánast ekkert fyrir honum þegar ég hjóla.
Hérna er hægt að sjá myndband af vagninum en hann fæst í Stillingu og á hjal.is

hjv05

Æfingabuxurnar mínar eru frá Define the line sport en það er gaman að segja frá því að hún Lína Birgitta bloggari á Linethefine
hannar fötin frá merkinu.

Lína heldur úti skemmtilegu lífsstílsbloggi sem vert er að fylgjast með. Bloggið hennar má skoða HÉR!

hjolavagnrolo

Það var mikið stuð hjá okkur mæðgum í gær þegar við fórum á róló:)

hjv08

Núna er sumarfríið byrjað í leikskólanum & við tókum skyndiákvörðun í gær að skella okkur til Tenerife í dag. Við lentum hérna kl. 14:50
í 30. stiga hita. Næst á dagskrá hjá okkur er sól, hiti og ströndin! Núna verð ég ekki ein á ferð eins og síðast heldur er þetta fjölskylduferð
sem er svo miklu skemmtilegra. Þegar ég var úti fyrir stuttu síðan var ég alltaf að hugsa um hvað Ísabella myndi elska að leika sér á ströndinni
þegar ég sá hin börnin hlaupa um með föturnar sínar og skóflur til þess að búa til eitthvað meistaraverk. Hún er á svo skemmtilegum aldri núna
þannig þetta verður svaka stuð!

Það verður gaman að sýna ykkur myndir frá sumarfríinu okkar næstu daga:)

Þessi færsla er kostuð
Share on FacebookTweet about this on TwitterPin on Pinterest

Playa del Duque Tenerife

Á mánudaginn fórum við Brynja vinkona mín á ströndina Playa del Duque á Tenerife. Þessi strönd er mjög snyrtileg en hún er í bænum Adeje.
Við skoðuðum einnig El Duque kastalann en það er ótrúlega fallegt þar í kring & gaman að taka myndir. Ég mæli mikið með að kíkja þangað
ef einhver er á leiðinni til Tenerife.

s5

Það var svo geggjað veður þennan dag & endalaust gaman! Ég á aldrei eftir að gleyma þessum degi!

b03b3strondin

Ströndin!

b2

Ég ætla ekki að hafa þetta lengra að sinni! Vonandi eruð þið að njóta sumarsins í botn!

Share on FacebookTweet about this on TwitterPin on Pinterest

Tenerife

Í gær flaug ég til Tenerife að heimsækja vinkonu mína í eina viku. Það er yndislegt að vera á þessari eyju & í dag var hitinn vel yfir 20°C.
Það er frábær veðurspá næstu daga & á morgun ætlum við að kíkja á ströndina. Mér finnst ótrúlega notalegt að flatmaga á ströndinni,
hlusta á þægilega tónlist & horfa á mannlífið! Það er frekar skrýtið að vera svona barnlaus & hafa allan heimsins tíma fyrir mig. Þó
að það sé alveg gaman að fá “my time” þá finnst mér eins & það vanti eitthvað! Sakna Ísabellu minnar svo óendanlega mikið nú þegar!

tenerife01

Sumarið er svo sannarlega tíminn!

tene

Í dag ætla ég í samstarfi við Freebra of Sweden að gleðja 3 lesendur & gefa Freebra brjóstahaldara. Ég hef átt Freebra frá því merkið kom
fyrst til Íslands en ég nota þetta mikið undir sumarkjóla & toppa. Þetta gefur líka fína fyllingu.. ekki veitir af eftir 22 mánaða brjóstagjöf ;D

freebra01

Til þess að taka þátt í leiknum þarf að fara inn á Facebooksíðu Alavis.is
Ég dreg út 3 vinningshafa á laugardaginn.

Færslan er unnin í samstarfi við Freebra of Sweden
Share on FacebookTweet about this on TwitterPin on Pinterest
Page 1 of 77123...1020...Last »