Uppskrift

Mexíkósk kjúklingasúpa með sýrðum rjóma & nachos

gm1

Á þriðjudagskvöldið bauð ég vinkonu minni í mat & eldaði mexíkóska kjúklingasúpu handa okkur. Hún var mjög ljúffeng en ég hef alltaf
verið sérstaklega hrifin af bragðmiklum mat. Ég ákvað að deila uppskriftinni með ykkur en þessi súpa hentar vel 
dagsdaglega & er líka
tilvalin í afmælisveislur í bland við kökur & heita rétti. Þá er sniðugt að elda hana daginn áður & hita upp daginn eftir.

Hérna er allt sem þarf:

Kjúklingalundir/bringur
1 rauðlaukur
5-6 hvítlauksrif
1 askja ferskir plómutómatar
Tómatsúpa með chilipipar (frá Sollu)
Whole Plum Peeled Tomatoes (frá Biona Organic)
2 grænmetisteningar
2 paprikur
300ml vatn
300ml rjómi
125g rjómaostur

Krydd:

Chili Explosion, Salt, Pipar.

Meðlæti:

Sýrður rjómi, Nachos (ég notaði svart Doritos), rifinn Mozzarella ostur.

hraefni

Aðferð:

Steikið kjúklingalundir upp úr íslensku smjöri & kryddið vel með Chili Explosion, salti & pipar. Þegar kjúklingurinn er steiktur í gegn
er hann tekinn af pönnunni, skorinn í bita & settur til hliðar.

Takið fram pott & steikið rauðlaukinn þar til hann er farinn að mýkjast & bætið þá við hvítlauk & papriku. Þegar grænmetið er búið
að malla á vægum hita í u.þ.b. 5. mínútur er tómatsúpunni & niðursoðnu tómötunum frá biona hellt út í pottinn ásamt einni öskju af
ferskum tómötum & 300ml af vatni.

Leyfið súpunni að malla á miðlungs hita í 4-5 mínútur & bætið þá við 125g af rjómaosti & 300ml af rjóma. Hrærið í súpunni þar til
rjómaosturinn hefur bráðnað & setjið steikta kjúklinginn út í súpuna. Leyfið súpunni að eldast í 15. mínútur þannig það rétt sjóði í henni.

Berið fram með sýrðum rjóma, nachos & rifnum mozzarella osti.

supa

Ég vona að þetta smakkist vel:)

gm2

Færslan er unnin í samstarfi við Gott í matinn
Share on FacebookTweet about this on TwitterPin on Pinterest

Konudagur 2017

konudagur2017

Nú styttist í Konudaginn en hann er næstkomandi sunnudag eða þann 19. febrúar. Af því tilefni ætla ég að gefa fimm konum
Konudags ostaköku með jarðarberjabragði. Ein til viðbótar, sú sjötta hlýtur svo Aalto blómavasa frá Iittala ásamt fallegum
Kastehelmi kökudisk frá merkinu. Hún fær að sjálfsögðu Konudags ostaköku frá MS líka:)

konudagur2

Konudags ostakakan hefur notið mikilla vinsælda síðustu ár en um er að ræða köku sem er framleidd í kringum konudaginn
(eins & nafnið gefur til kynna) & er því ekki í sölu allt árið, heldur í takmarkaðan tíma. Kakan er með jarðarberjabragði &
einstaklega ljúffeng & ekki skemmir fyrir að bera hana fram með þeyttum rjóma. Kökuna er tilvalið að bjóða upp á þegar
gesti ber að garði, sem eftirrétt, í kaffitímanum eða hvenær sem tækifæri gefst til – & í raun er kakan ein & sér tilefni út af
fyrir sig til að gera vel við sig.

konudagur3

Það er nóg um að vera í febrúar. Valentínusardagur í dag, Konudagur á sunnudaginn, Bolludagur 27. febrúar & Sprengidagur
28. febrúar. Öskudagur er svo 1. mars:)

konudagur4

Iittala vörurnar hafa lengi verið í uppáhaldi hjá mér enda sérstaklega vönduð & tímalaus hönnun. Ég hrífst af flestu frá Iittala
eins & ég hef margsinnis talað um áður! Ég er að hugsa um að gefa sjálfri mér Kastehelmi kökudiskinn í Konudagsgjöf!;)

gjafaleikur01

Farðu inn á Facebooksíðu Alavis.is til þess að taka þátt í leiknum.
Ég dreg út 6 vinningshafa á föstudaginn næstkomandi eða þann 17. febrúar.

Share on FacebookTweet about this on TwitterPin on Pinterest

PASTEL

ii07

Um daginn var ég stödd í Smáralind með góðri vinkonu minni sem á stelpu á sama aldri & Ísabella. Við vorum að rölta eftir
ganginum á neðri hæðinni þegar við stoppuðum báðar á nákvæmlega sama tíma til þess að líta þennan fallega kjól augum
í búðarglugganum hjá iglo+indi. Hann er svo sannarlega augnayndi en þessi himinblái litur er ótrúlega skemmtilegur.

Þegar ég var lítil átti ég mjög svipaðan kjól sem mamma hefur geymt í mörg ár inni í skáp & mér þykir mjög vænt um hann.
Ég held að þetta verði kjóllinn sem ég kem til með að geyma handa Ísabellu þangað til hún verður fullorðin.

Sumarlínan 2017 frá iglo+indi er yndislega falleg en hér er hægt að skoða alla línuna.

igloindi005

iglo+indi hef­ur verið í mikl­um vexti frá stofn­un fyr­ir­tæk­is­ins árið 2008 & eru vör­ur þess nú seld­ar í 24 lönd­um.

igloindi013

Kjóllinn er úr 100% bómull.

iglo011

Færslan er unnin í samstarfi við iglo+indi
Share on FacebookTweet about this on TwitterPin on Pinterest

Á skíðum í Cintamani

cintamani001

Um daginn komst ég loksins á skíði eftir langa bið en það er alltaf jafn skemmtilegt & endurnærandi.
Mér finnst einhver sérstök frelsistilfinning að vera úti í fersku lofti ein með sjálfri mér. 

cintamm

Skíðadressið mitt er frá Cintamani en í dag ætla ég að gefa skíðaúlpuna Brynju & flíspeysuna Emelíu í lit að eigin vali.

Brynja er ekta skíðaúlpa, sérhönnuð fyrir skíðaiðkun. Hún er með PrimaLoft® Silver Eco fylling sem er umhverfisvæn & gerir hana
þar af leiðandi sérstaklega hlýja. Úlpan er með límda sauma til að tryggja vatnsheldni & rennilás undir ermum til að fá betri öndun.

➺ Vatnsheldni: 10.000 mm
➺ Öndun: 10.000 gr

Emelía flíspeysan er þunn & mjúk, aðsniðin dömuhettupeysa sem hentar einstaklega vel fyrir alla hreyfingu.

cm1

Þeir sem vilja næla sér í úlpuna, flíspeysuna eða buxurnar með 20% afslætti geta slegið inn afsláttarkóðann “alavis”
í vefverslun Cintamani þegar gengið er frá pöntun. Tilboðið gildir út þriðjudaginn 14. febrúar!

cintamani0002

Farðu inn á Facebooksíðu Alavis.is til þess að taka þátt í leiknum. 
Ég dreg út heppinn vinningshafa á Valentínusardaginn 14. febrúar.

Færslan er unnin í samstarfi við Cintamani
Share on FacebookTweet about this on TwitterPin on Pinterest
Page 1 of 72123...1020...Last »