Leikskólaföt

baldursbra

Hjartagullið mitt er byrjuð á leikskólanum & mig langaði að sýna ykkur þetta mjúka & hlýja merino ullarsett frá
danska merkinu JOHA sem ég valdi á hana til þess að nota undir útigallann í vetur. 
Lambhúshettan leggst alveg
að andlitinu & það blæs ekkert inn á eyrun. Einnig andar hún vel, sem mér finnst vera mjög mikilvægt þegar þau
svitna í öllum hamaganginum. Ég valdi lambhúshettu frekar en venjulega húfu fyrir leikskólann svo henni verði
ekki kalt í hálsakotinu
🙂

baldursbra1

Mér finnst nauðsynlegt að börn eigi auðvelt með að hreyfa sig þrátt fyrir að vera kappklædd.

Öll ullarfötin fást í Baldursbrá.

baldursbra3

Þessi færsla er í boði Baldursbrá
Share on FacebookTweet about this on TwitterPin on Pinterest

Dr. Hauschka

dr h2

Ég hef verið að nota Dr. Hauschka vörurnar í sumar með góðum árangri en þær eru framleiddar í Þýskalandi úr hreinum & lífrænum innihaldsefnum. Fyrirtækið byggir á þeirri hugsun að heilbrigði skapi fegurð & að vellíðan stuðli að fallegu útliti. Ég er nánast búin að
prófa allar vörurnar frá Dr. Hauschka & hérna eru þær sem ég er hrifnust af. Augnkremið & rósakremið get ég ekki verið án í einn dag!

dr h

Ég er einnig hrifin af Rose Day Cream sem er aðeins feitara heldur en Rose Day Cream Light & hentar vel þegar kalt er í veðri
& húðin þurr. Melissa kremið hef ég einnig notað mikið í sumar & það hentar mjög vel fyrir blandaða húð.

***

Ég ætla í samstarfi við Dr. Hauschka á Íslandi að gefa 3 lesendum vörurnar á myndinni hér að ofan.

Pakkinn inniheldur:

Rose Day Cream Light
Daily Hydrating Eye Cream
Soothing Cleansing Milk
Facial Toner
Lip Care Stick
Hydrating Mask

Þú getur tekið þátt í leiknum HÉR.

Dr. Hauschka 02

Þessi færsla er í boði Dr. Hauschka á Íslandi
Share on FacebookTweet about this on TwitterPin on Pinterest

Minimo

Í dag langaði mig að segja ykkur frá nýrri & skemmtilegri netverslun sem heitir Minimo & selur barnafatnað,
ásamt sætum hlutum í barnaherbergið. Verslunin leggur áherslu á stílhreina hönnun & vandaðar vörur úr lífrænum efnum.
Undanfarið hefur fatasmekkurinn minn á barnafötum verið að breytast hægt & rólega & þessa stundina heillast ég mikið af
fötum sem henta báðum kynjum. Lucky No.7 er eitt af þeim merkjum sem Minimo er með & mér finnst fötin frá þeim virkilega töff!
Bolurinn sem Ísabella klæðist hér að neðan er frá Lucky No.7 & hentar jafnt stelpum sem strákum!

minimo002minimo1

Annað merki sem ég er hrifin af hjá Minimo er Soft Gallery. Gæðin í efnunum hjá þeim eru á öðru leveli.
Ég veit ekki hversu oft ég hef keypt barnaföt sem verða ljót eftir nokkra þvotta en ég er loksins farin að læra inn á hvað
endist vel & hvað ekki! Dálítið seinfatta I know 😉

minimo g4

Gollan er frá Soft Gallery en hún er úr fínprjónuðu efni með gylltu mynstri.

2

Útsalan er ennþá í gangi hjá Minimo & ég mæli með að þið kíkið á það!

Þessi færsla er í boði Minimo
Share on FacebookTweet about this on TwitterPin on Pinterest

Uppáhalds pastel liturinn minn

Ég fann þennan samfesting um daginn þegar ég var að leita mér að afmælisdressi fyrir morgundaginn.
Ég féll alveg fyrir litnum á honum, enda eru pastel litir í miklu uppáhaldi hjá mér & þá sérstaklega á sumrin.
Samfestingurinn er frá Clothes and Company en ég fékk mér einnig þetta fallega nærfatasett frá þeim.

samfestingur 02

Ég held að það sé löngu kominn tími á gjafaleik & núna ætla ég að gefa 2 lesendum dress að eigin vali frá Clothes and Company.
Eruð þið ekki spennt?
😉

Til þess að taka þátt í leiknum þarf að fara inn á Facebooksíðu Alavis.is & segja mér eitthvað skemmtilegt!

juli02

Ég gaf einnig sjálfri mér þetta fínlega Armani Retro AR1925 úr í afmælisgjöf, en mig var lengi búið að langa í það! ;D
Úrið fæst í Michelsen á Laugavegi & Kringlunni en það er bæði létt & þægilegt.

3

Ég dreg út vinningshafa eftir verslunarmannahelgi eða á þriðjudaginn 2. ágúst kl. 20.

samfestingur

Ég vona að helgin ykkar verði góð ;*

Þessi færsla er í boði Clothes and Company & Michelsen
Share on FacebookTweet about this on TwitterPin on Pinterest
Page 1 of 62123...1020...Last »