Sjónvarpsherbergið klárt

Sjónvarpsherbergið er loksins tilbúið hérna heima og ég ákvað að deila nokkrum myndum með ykkur.
Ég hélt svarthvíta þemanu áfram hérna inni líka og bætti við smá silfri.

sjonvarpsh005

Skápurinn á móti sófanum er með gler/spegla hurðum sem mér finnst koma vel út og stækka herbergið mikið!

sjonvarpsherbergi07sjonvarpsh009

Kate Moss myndin Life is a joke er falleg í nánast öllum rýmum á heimilinu en ég ákvað að setja hana í sjónvarpsherbergið!
Myndin er frá Reykjavík Butik og kemur í 2 stærðum.

kmtomd0032

Þetta kerti frá Tom Dixon er í miklu uppáhaldi hjá mér og lætur herbergið ilma einstaklega vel.

sjonvarpsherbergi0004

Hvernig líst ykkur annars á sjónvarpsherbergið mitt?

sjonvarpsherb08

Hilluskraut!

td1

Ég er mjög hrifin af öllu sem kemur frá Tom Dixon hvort sem það eru ljós, ilmkerti eða þessir kertastjakar!

sjonvarpsherb06sjonvarpsherb2

Næst er ég að hugsa um að sýna ykkur baðherbergin og ganginn hérna heima.

sjonv

Þangað til næst ;*

Færslan inniheldur auglýsingalinka
Share on FacebookTweet about this on TwitterPin on Pinterest

Afmælið mitt

Í gær hélt ég upp á afmælið mitt í sól og blíðu en dagurinn var frábær í alla staði. Ég er mjög mikið afmælisbarn og finnst alltaf gaman
að gera dagamun þennan síðasta dag júlímánaðar! Mér finnst svo gaman að fá gjafir og blóm.. vildi helst eiga afmæli á hverjum degi!

afm

Mig langaði svo í einhvern sumarlegan og sparilegan afmæliskjól fyrir þennan dag og sá svo draumakjólinn minn í Júník í Kringlunni.
Verslunin var að hefja sölu á handsaumaðri perlulínu sem er búin að vera mjög vinsæl. Línan er örlítið dýrari en aðrar vörur í
versluninni en það koma einungis fáar flíkur af sömu gerð sem gerir flíkina sérstaka. 

afm04

Þetta var mjög góður dagur sem endaði á Red Hot Chili Peppers tónleikum í Laugardalshöll.

afm05

Mér finnst þessi kjóll æði og ég á eftir að nota hann við mörg tilefni! Á myndinni hér að neðan sjást perlurnar mjög vel!

kjoll

Ég mátaði kjólinn einnig heima við svartan blazer og svarta hælaskó. Það var svona aðeins settlegra en kom líka vel út!

afm02

Mér finnst svo gaman að klæðast ljósum litum á sumrin og blanda mismunandi ljósum tónum saman!

afm03afm06

Það styttist heldur betur í verslunarmannahelgina. Ég er ekki ennþá búin að ákveða hvað ég ætla að gera! Hugsa að ég elti bara góða veðrið.

Ég vona að dagurinn ykkar verði góður:)

Færslan inniheldur auglýsingalinka
Share on FacebookTweet about this on TwitterPin on Pinterest

Stofan tilbúin

Jæja.. þá er stofan nánast tilbúin. Núna á bara eftir að festa sjónvarp upp á vegginn á móti sófanum. Mér fannst alveg nauðsynlegt
að hafa sjónvarp frammi í stofu líka þrátt fyrir að vera með sjónvarpsherbergi. Stofan og eldhúsið er eitt stórt opið rými þannig
mér finnst þægilegt að geta t.d. horft á fréttirnar þegar ég er að elda kvöldmatinn. Hvernig líst ykkur annars á?

stofa

Ég er plöntusjúk þessa dagana og er alltaf að skoða plöntur! Ég er búin að fara í allar blómabúðir á höfuðborgarsvæðinu að leita
að peningaplöntu eða Pilea en ég finn enga!! Ég held leitinni bara áfram. Næst ætla ég að fá mér Bergfléttu.. þær eru svo fallegar!

stofanib

Ástin mín er bara mjög sátt á nýja staðnum! Enda fékk hún baðkar og vil alltaf vera í baði:)

iittala

Þessir blómavasar frá iittala smellpassa við svarthvíta þemað!

hilla

Ég pantaði þrjár tískubækur frá Amazon og lét Shop USA senda þær hingað heim til Íslands. Bækurnar sem ég pantaði voru:
Gisele, Kate Moss og Tom Ford. Bækurnar eru allar stútfullar af fallegum ljósmyndum.

c

Lukkutröllið er úr Casa en það er frá The Troll Company. Það eru til nokkrar mismunandi týpur af lukkutröllum en þau voru öll hönnuð
af þekktum einstaklingum og aðeins framleidd í 500 eintökum í þeim tilgangi að styrkja rannsóknir á krabbameini í Danmörku.
20 kr danskar af hverju seldu eintaki rennur beint til krabbameinsfélagsins í Danmörku.

t

Næst ætla ég að sýna ykkur sjónvarpsherbergið!

Ég vona að helgin ykkar verði góð.

Share on FacebookTweet about this on TwitterPin on Pinterest

Nýja heimilið – fyrsti hluti

Þá erum við flutt í Urriðaholt í Garðabæ. Ég er ótrúlega sátt hérna & líður mjög vel. Við erum með einstakt útsýni til allra átta
og það sem heillar mig mikið er nálægðin við Urriðavatn. Í gær voru bátar úti á vatninu sem mér fannst sérstaklega kósý.
Í dag langaði mig að deila með ykkur nokkrum myndum af nýja heimilinu en ég ætla að byrja á eldhúsinu.

home001

Ég er mjög ánægð með útkomuna. Núna vantar bara tvennt. Númer eitt er svart gler á milli innréttingarinnar sem Glerborg
er að græja fyrir mig. Númer tvö er hangandi ljós fyrir ofan borðið. Ég hef ekki ennþá fundið það eina rétta! Allar hugmyndir eru vel þegnar.

home003

Ég er ótrúlega ánægð með svörtu barstólana en þeir gera mjög mikið fyrir eldhúsið. Barstólarnir eru úr Epal og heita: About a Stool frá HAY.

home5home7home6barstolarhome4

Í næstu viku ætla ég að sýna ykkur stofuna hérna heima. Hún er ekki tilbúin en það á eftir að festa upp hillur, myndir og fl.
Ég er einnig að bíða eftir nýju sófaborði sem verður tilbúið eftir verslunarmannahelgi. Hérna er smá sneak peek af stofunni.

Svarti veggurinn gerir mjög mikið fyrir stofuna. Málningarþjónustan Litríkur sá um að mála hann svona fallega fyrir mig!
Þeir eru fagmenn fram í fingurgóma!

stofa

Ég kann mjög vel við þessi svörtu húsgögn. Skenkurinn er úr CASA ásamt sófanum og Kartell lampanum.
Ég hlakka til að sýna ykkur alla stofuna þegar hún er tilbúin.

stofa1

Ég hugsa að ég komi til með að deila mikið af home decor færslum hérna næstu vikurnar þar sem það á hug minn allan þessa stundina.
Í næstu viku ætla ég að sýna ykkur alla stofuna, þar næst svefnherbergið og sjónvarpsherbergið. Ætli ég endi svo ekki á að sýna ykkur
barnaherbergið, baðherbergin og þvottahúsið:)

stofa2

Ég vona að helgin ykkar verði góð..

Færslan inniheldur auglýsingalinka
Share on FacebookTweet about this on TwitterPin on Pinterest
Page 1 of 79123...1020...Last »